Starfsfólkið okkar

Starfsfólk Zalt kemur víða að úr íslensku og skandinavísku viðskiptalífi, hefur góða færni, yfirsýn og þekkingu á svæðinu ásamt því að hafa góða reynslu af spænskri menningu og áralanga reynslu undir spænsku Miðjarðarhafs sólinni.

Starfsfólk okkar talar íslensku, spænsku, ensku og skandinavísku.

__wf_áskilnaður_arf
Þórdís Brynjólfsdóttir
Eigandi

Zordis (Þórdís) er eigandi Zalt Properties S.L. Hún er stúdent frá félags- og máladeild, talar og ritar móðurmálið ylhýra, spænsku, ensku og skandinavísku tungumálin. Hún hefur API titilinn sem er löggilding í fasteignasölu á Spáni.

__wf_áskilnaður_arf
Guðrún Margrét Valdimarsdóttir
Fasteignasali

Guðrún Margrét Valdimarsdóttir er með íslenska löggildingu sem fasteignasali og er með starfsaðstöðu á skrifstofu okkar á Spáni. Hún þekkir alla þætti fasteignamarkaðarins og hefur hagsmuni viðskiptavina okkar í hjarta.

__wf_áskilnaður_arf
Arinbjörn
Sölufulltrúi

Arinbjörn er sjálfstætt starfandi sölufulltrúi sem hefur reynslu af fasteignasölu á Íslandi og víðtæka þekkingu á nýbyggingum á spænskum fasteignamarkaði. Hann er prófarkalesarinn okkar, menntaður svæðisleiðsögumaður og snillingur. Arinbjörn talar og skrifar íslensku og ensku.

__wf_áskilnaður_arf
Enrique
Fasteignaeftirlit og þjónusta

Enrique (yngri) sér um alla almenna þjónustu eftir kaupin, þar á meðal eftirlit með fasteignum. Hann stýrir bílaflotanum okkar og sinnir stöku akstri og öðrum þjónustutengdum ferðum. Hann talar og skrifar góða spænsku, ensku og íslensku.

__wf_áskilnaður_arf
Lára Davíðs
Stílisti

Lára Davíðs er stílistinn okkar. Hún hefur Viðamikla þekkingu á að setja saman falleg heimili, er snillingur í að fegra rými og undirbúa endursölueignir fyrir sölu. Lára er hárgreiðslumeistari og fyrrum eigandi stórrar gjafavöruverslunar á Íslandi og hefur næmt auga fyrir fegurð. Lára er ávallt tilbúin til að vera innan handar þegar húsgögn eru valin í draumahúsið.

__wf_áskilnaður_arf
Berglind Halla
Skjalavarsla og samskipti

Berglind Halla sér meðal annars um skjalavörslu og samskipti við bankaútibúin. Hún er frábær túlkur og heldur vel utan um okkur. Berglind hefur búið á Spáni í um 40 ár, talar og syngur spænsku eins og innfædd og auk íslenskunnar er hún góð í enskunni.

__wf_áskilnaður_arf
Anna Karen
Sölufulltrúi

Anna Karen er sjálfstætt starfandi sölufulltrúi með víðtæka þekkingu á spænska fasteignamarkaðinum. Hún þekkir meðal annars vel til spænskra golfvalla og þjónustunnar við þá. Hún talar og ritar íslensku, ensku og norsku eins og innfædd.