UM ZALT PROPERTIES S.L.

Zalt Properties S.L. hóf upphaflega starfsemi árið 2016 en var formlega opnað árið 2017. Til gamans má geta að við opnun söluskrifstofunnar mætti eigandi of seint, þar sem skrifað var undir kaupsamning í LaMarina á sama tíma, viðskiptavinurinn gengur fyrir. 

Virkilega gaman hefur verið að fá þann heiður að starfa fyrir og með svo góðu fólki eins og raun ber vitni í gegn um tíðina. Margir viðskiptavina eru nú hluti af vinahópnum, eftir að hafa keypt sína fyrstu eign og aðrir nú að kaupa sína aðra eign.  Zordis (Þórdís) hefur starfað við fasteignasölu síðan árið 2001með frábæru fólki sem á skildar allra bestu þakkir fyrir frábært samstarf og viðkynni. Síðustu ár hafa verið ævintýraleg, gott starfsfólk hefur bæst í hópinn og  skrifstofa Zalt nú komin í nýtt- og glæsilegt húsnæði. Við fögnum þeim fjölbreytileika sem fasteignasalan er í dag á Spáni og þökkum kærlega fyrir okkur.  Án ykkar kæru viðskiptavinir væri lífið ekki hið sama.

Ég vil þakka ykkur fyrir það traust og það góða orð sem við höfum fengið, stuðninginn og vinskapinn, sem er allradýrmætastur.

Fyrir hönd Zalt Properties S.L.

Þórdís Ósk Brynjólfsdóttir (Zordis)

Við erum hér fyrir þig, hafðu samband við okkur.
__wf_áskilnaður_arf
__wf_áskilnaður_arf

ÞJÓNUSTA

Við aðstoðum viðskiptavini okkar gjarna með eins mikið og mögulegt er, þjónusta okkar felur í sér:

  • Sækja um spænska kennitölu, (NIE – (Numerode Identificación Extranjero).
  • Opna bankareikning í þeim viðskiptabanka sem hæfir.
  • Sækja um lán í viðskiptabanka, afla og afhenda þau gögn er óskað er eftir.
  • Almenn túlkunarþjónusta.
  • Þýðingaþjónusta skjala þar sem ekki er krafist löggildingar.
  • Nafnabreytingar.
  • Frágangsþjónusta við fasteignakaup.
  • Aðstoð við að kaupa bíl.
- Við hjálpum með miklum áhuga og með miklu meira. -

HVERS VEGNA SPÁNN?

Stór ákvörðun er að huga að fasteignakaupum erlendis.  Spánn er sólríkt land og loftslagið milt, sem gerir Spán að fullkomnum áningar- og dvalarstað. Veðurfarið er að jafnaði gott allan ársins hring, meðalhitastig um 15° á vetrartíma og yfir 300 sólardagar á ári. Góðar flugsamgöngur eru á milli Íslands og Spánar.

Aukin lífsgæðin má finna undir spænsku sólinni, hamingjan í fersku hráefni, ávöxtum, kjöti og fiskmeti, gullin ólífuolían og spænsku gæða vínin eru lykill að afslöppuðum og heilbrigðum lífsstíl, þar sem meðal annars er auðvelt að fara í langa göngutúra eða golf – eða fara skemmri eða lengri ferðir um landið, nóg er að sjá og gera.

Hagstætt verðlagið er aðlaðandi og hvetjandi fyrir fólk sem vill njóta lífsins gæða í auknu magni. Spánverjar kunna svo sannarlega að njóta lífsins, afskaplega viðmótsþýðir og tilbúnir að deila gleði sinni með þér.

Spænskan er spennandi og hjómfagurt tungumál, eitt af útbreiddari tungumálum heims. Ekki er nauðsynlegt að nema tungumálið, við mælum hins vegar sérstaklega með því að fólk sem hefur í hyggju að dvelja hér skrái sig á námskeið og byrji að kynna sér spænskuna.

-         Quieres aprender hablarespañol? -
__wf_áskilnaður_arf
__wf_áskilnaður_arf

KAUPFERLIÐ ALMENNT

Fjárfesting í fasteignum á Spáni ertöluvert frábrugðin kaupferlinu sem þú ert vanur úr fasteignaumhverfinu fráÍslandi. En þótt ferlið sé ólíkt því sem þú ert vanur þarf ferlið ekki að vera svo flókið,með réttan aðila þér við hlið.

Starfsfólk Zalt Properties S.L. hefuráratugareynslu í sölu spænskra fasteigna. Við erum traust og heiðarleg og tryggjum aðferlið gangi vel og veiti þér þær upplýsingar, ráðleggingar og það öryggi sem þarf.  

Okkar markmið og ósk er að þú upplifirspænska drauminn og njótir Spánar á sem þægilegastan máta.  Af þeirri ástæðuerum við tilbúin að leggja okkur fram um að veita þá allra bestu þjónustu sem möguleger til að ferlið verði ánægjulegt og þú njótir sem best.

Hjá Zalt Properties starfar bæðiíslensk-löggiltur fasteignasali og spænsk-löggiltur fasteignasali.  Við störfum meðensku-, spænsku- og sænskumælandi lögfræðingum sem eru til þjónustureiðubúnir.  Við erum einnig í góðu sambandi við faglærða iðnaðarmenn og getum útvegaðþjónustuaðila í þau verk sem óskað er.

- Hver einstaklingur er sérstakur, við leitumst eftir að gera þinn draum einstakan ogfylgjum þér eftir í ferlinu. -

Við bjóðum þig velkominn að hafa sambandvið okkur hjá Zalt Properties og hefja þar með kaupferlið.   Starfsfólkið erþér samstiga alla leið, við leitumst við að uppfylla þau skilyrði sem óskað ereftir. Umfram allt er það okkar hagur að sjá ánægða viðskiptavini.  

-         Einfalt er að elska lífið áSpáni; gott veður, gott verð og dásamlega litrík tilveran. -

Sem væntanlegur kaupandi er mikilvægt aðgera upp við sig hvaða svæði

heillar þig og hvernig fasteign hentar þér. Jafnframt er mikilvægt að kynna sér velhvaða þjónusta er í boði á því svæði sem liggur næst nýja spænskaheimilinu þínu  og miða síðan skoðun fasteigna út frá öllum þessumþáttum. Við erum öll ólík að upplagi, leitumst eftir mismunandi lífsgæðum oghöfum mismunandi þarfir. Á þessu öllu höfum við reynsluboltarnir hjá Zalt Properties fullan skilning.

- Quiero aprender español yvivir el sueño bajo el sol.

SKOÐUNARFERÐ

Láttu Drauminn rætast – bókaðu þig í skoðunarferð til Spánar.

Ef þú hugleiðir fasteignakaup á Spáni mælumvið eindregið með skoðunarferð til Spánar. Skoðunarferð er frábær hugmynd ogörugglega besta leiðin til að sjá, finna og upplifa í eigin persónu. Heppilegt er aðgefa sér 3-5 daga til að skoða svæðin og síðan eignirnar, því ávallt er gott aðupplifa allt af eigin raun og vanda valið. Svæði, þjónusta, gerð og stærð fasteignar – alltskiptir máli – myndir og texti segja margt – en bein eigin skoðun er það sem þarf.

Sendu okkur línu á zalt@zaltproperties.com  og við sérsníðum þína ferð með þínar óskir og markmið að leiðarljósi.

Við kaup í nýbyggingu endurgreiðum viðútlagðan ferðakostnað (hótel og flug) að fjárhæð 120.000krónur. Endurgreiðslan fer fram þann dag sem kaup þinnar fasteignar eruundirrituð frammi fyrir lögbókanda, á skrifstofu Notarius.

Ef þú ert nú þegar á Spáni og langar aðforvitnast, endilega leyfðu okkur að heyra í þér; sendu okkur línuá zalt@zaltproperties.com eða sláðu á þráðinn í síma 0034 966 194 155

Við tökum á móti þér á nýju falleguskrifstofunni okkar að Calle Almoradi 5, 03103 í San Miguel de Salinas, (Alicante).

__wf_áskilnaður_arf
__wf_áskilnaður_arf

KAUP Á FASTEIGN

Þegar draumaeignin er fundin og samkomulagorðið um kaupverð, er næsta skref að undirrita frátektarsamningum eignina og undirbúa kaupsamning milli kaupanda og seljanda. Við tekurgreiðsluferli en ákvæði í kaupsamningi segir til um afhendingardag og undirritun afsalsframmi fyrir lögbókanda á skrifstofu Notarius (samanber. spænskur sýslumaður). 

Öll skjöl eru túlkuð á þínu tungumáli, svoað fyllsta skilnings kaupanda sé gætt. Í kjölfar undirritunar afsals og fullnaðargreiðslu eru lyklar afhentir.

Ef þú sérð þér ekki fært að vera á staðnumá þeim tímamótum, erum við þér innan handar með umboðsgerð sem geturátt sér stað á hvaða tímapunkti kaupferlisins sem er, hvort sem er hjáNotarius á Spáni eða hjá sýslumanni á Íslandi. Ef umboð er gert hjásýslumanni á Íslandi þarf til viðbótar að fá „Apostilla” stimpil frá Utanríkisráðuneytitil vottunar þeirra skjala sem við á.

Ísland er hluti af EES samningiEvrópusambandsins og þurfa Íslendingar þar af leiðinandi ekki landvistar- né dvalarleyfiog geta fjárfest í fasteign án frekari skilyrða.

Zalt hjálpar viðskiptavinum sínum semfjárfesta í fasteign á Spáni að sækja um spænska kennitölu (NIE - número deidentificación extranjero) og opna spænskan bankareikning.

- Við erum þér innan handar alla leið . –

Settur afsalsdagur er jafnan mikillgleðidagur. Þá færð þú í hendurnar „Copia simple“, sem er afrit af gjörningi semsannar fasteignakaupin.  Eftir skráningu hjá Fasteignaskráningu færð þú íhendur frumrit afsals sem gæta þarf eins og sjáaldurs augna þinna.

Ef fasteignalán er tekið í kaupunum sérviðskiptabankinn alfarið um innskráningu frumrits vegna kaupanna ogfrumrits húsnæðisláns, hjá Fasteignaskráningu. Innskráning getur tekið allt að 1-2mánuði og þú sækir síðan frumritin að skráningu lokinni, sem þú gætir vel.

Mikil spenna fylgir því að kaupa fasteign ábyggingarstigi. Að vera fjarri og geta þar af leiðandi ekkifylgst nógu vel með byggingarferlinu getur verið óþægilegt en ekki hafa áhyggjur þvíZalt mun reglulega senda þér skýrslu um þróun byggingar, rétt eins og þúværir sjálfur á staðnum.

Flest starfsfólk Zalt er fasteignaeigendurá Spáni og hafa staðið í sömu sporum, keypt eignir í byggingu sem ogendursölueignir. Þess vegna þekkjum við mikilvægi þess að vera vel upplýst og fáfregnir reglulega á kaup- og byggingartímabilinu, þegar við á.

- Fasteignakaup á Spáni er raunverulegur draumur sem gæti verið hluti af þínum veruleika. -

KOSTNAÐUR VIÐ KAUP OG EIGN FASTEIGNAR

Kostnaður við kaup fasteignar er töluverthærri en Íslendingar eiga að venjast.  Við kaup nýrrafasteigna má áætla kostnað á bilinu 13-14%. Þar af er 10% virðisaukaskattur sem reiknast af uppgefnu kaupverði og greiðist til spænska ríkisins við undirritun afsals.

Nánari upplýsingar um kostnað við kaup og rekstur fasteignar

  • Virðisaukaskattur: Fastur 10% skattur tilspænska ríkisins við kaup.
  • Notary kostnaður, áætlaður: 0,5%fastur skjala- og umsýslukostnaður, fer eftir kostnaði eignarinnar.
  • Þinglýsingargjald: 1,5% af uppgefnukaupverði.
  • Lántökugjald, ef lán er tekið: 0 - 1%af lánsfjárhæð.
  • Verðmat, ef lán er tekið: 250 - 550€, fereftir stærð eignar.
  • Orkusamningar: 300-500€ (á bara viðnýbyggingar).
  • NIE númer: 150€ fyrir hverneinstakling.

Dæmi um rekstrarkostnað fasteignar og skattar:

  • Samfélagskostnaður: 450€-1.100€ – áætlaður kostnaður til húsfélags, fer eftir hvort lyfta, sameiginleg græn svæði og sundlaug tilheyra fasteigninni.
  • Fasteignagjöld: 120-300€ á ári.
  • Heimilistrygging: 250-500€ á ári.
  • Vatnsnotkun: 20-40€ á mánuði.
  • Rafmagnsnotkun: 60-100€ á mánuði.
  • Internet og tenging: 49€ fyrir uppsetningu og tengingu og frá tæplega 30€ fyrir mánaðarlega notkun.
  • Eignaskattur: 50€ og upp, reiknaður út frá lóðarverðgildi og eignarhlut fasteignar.  Við reiknum þennan kostnað út fyrir þig, út frá réttum fyrirliggjandi gögnum.

Allar nánari upplýsingar um kostnað vegna eignarinnar þinnar munum við hjá Zalt veita þér og svara að auki öðrum þeim spurningum sem kunna að vakna.

Þess má geta að kostnaður við rekstur á spænskri fasteign; frístundaheimili eða til langvarandi dvalar, er mismunandi eftir neyslumunstri hverju sinni. Yfir heitasta tímann eru frekari líkur á orkufrekari notkun til loftkælingar og meiri vatnsneyslu vegna tíðari ferða undir kælandi bunurnar, eða vegna lofthitunar yfir kaldari tíma ársins.

Auk þess að aðstoða við að fá spænska kennitölu (NIE) aðstoðar Zalt einnig við að opna spænskan bankareikning, þar sem allar beingreiðslur og almenn gjöld sem tengjast fasteigninni eru gjaldfærð; svo sem vatns- og rafmagnsnotkun, internet, fasteignagjöld, húsfélagsgjöld og tryggingar. Sjálfvirkar gjaldfærslur eru til mikilla þæginda og öryggis.

__wf_áskilnaður_arf
__wf_áskilnaður_arf

AÐ FJÁRJFESTA Í SJÁLFINU

Að fjárfesta í sjálfum sér hefur aldrei verið jafn skynsamlegt og núna, að njóta með ástvinum, ganga meðfram strandlengjunni, hlusta á sjávarniðinn og haldast í hendur. Eiga fallega stund yfir góðri máltíð að degi eða kvöldi og leyfa sér að fara í búðarráp. Verðlag er með eindæmum gott og vöruúrval fjölbreytt.  Góðar verslanir og vandaðar vörur. 

Margir fallegir staðir til að heimsækja eru við Costa Blanca strandlengjuna.  Fjalllendi, fossar, sandur, gróður og endalaus fegurð til að dásama. Fegurðin býr svo sannarlega í augum sjáandans. Stutt er að keyra í stórborgir og drekka í sig menninguna eða að kíkja í litlu bæina og njóta þess sem sveitin hefur að bjóða, ekki síst á blómgunartíma möndlutrjánna. Umferðarmenningin er eins og hugur hvers ökumanns, auðvelt er að keyra um götur borgar, almennt er tillitssemi í hávegum höfð. 

Rík hefð er fyrir „útimörkuðum“ í bæjum og sveitum en þá má víða finna daglega. Ávallt er gaman að taka þátt í leikhúsi götunnar, prútta og gera góð kaup. Ferska grænmetið og ávextirnir er engu líkir, allskonar ólífur og laukar í boði sem og spænskar pylsur og hráskinkur, óborganleg stemning sem gleymist seint.

Sjúkraþjónustan er almennt góð en mikilvægt að vera með túlk til að þýða af spænskunni. Ekki gleyma E-111 kortinu, sem er evrópska neyðarkortið sem fæst hjá Sjúkratryggingum Íslands, það er aldrei að vita hvenær við þurfum að nota læknisþjónustuna. Tannlæknaþjónustan er að auki góð og verðið töluvert frábrugðið því sem Íslendingar eru vanir. Hvað verðlag varðar er mjög margt sem er á mun betra verði.

Spænska skólakerfið er til fyrirmyndar, hvort sem um ræðir spænsku ríkisskólana eða einkarekna skóla. Einkareknir skólar eru í boði; enskir, norskir og spænskir.

Spænski fótboltinn er í hávegum hafður og mikill áhugi þegar stóru og sterku liðin koma saman. Kvennafótboltinn hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið en spænska kvennalandsliðið vann heimsmeistaratitilinn sumarið 2023.

Ef þú elskar að spila golf, ertu heldur betur á réttum stað því hér er fjöldi þekktra golfvalla sem leikmenn geta sótt heim og leikið. Nefna má heimsklassa völlinn Las Colinas, vinsæla LaFinca völlinn, Las Ramblas, Campo amor, Vistabella, Villamartin, Ronda og svo marga aðra sem eru íslenskum golf iðkendum að góðu kunnir.

Íslendingar eru þekktir fyrir að koma saman og lyfta sér upp, hvort sem er heima eða að heiman. Hér eru rekin fjölmenn og öflug Íslendingafélög og markmið þeirra er að efla samstöðu, hafa gaman, njóta og lifa. Mikið er af uppákomum sem fólk getur skráð sig í, farið í ferðir, tekið dansspor eða bara að hittast yfir kaffibolla og ná góðu spjalli.

Við mælum heilshugar með Spáni - Viva España -