Uppgötvaðu töfra Costa Blanca: Fullkomin blanda af fegurð, menningu og tómstundum
Að fjárfesta í sjálfum sér hefur aldrei verið eins skynsamlegt og nú, til að njóta með ástvinum, ganga meðfram strandlengjunni, hlusta á sjávarhljóðin og haldast í hendur. Eigið notalega stund yfir góðum máltíð, bæði á daginn eða kvöldin, og leyfið ykkur að fara í innkaupaleiðangur. Verðin eru einstaklega góð og úrvalið fjölbreytt. Góðar verslanir og gæða vörur.
Það eru margir fallegir staðir til að heimsækja við strandlengju Costa Blanca. Fjöll, fossar, sandur, gróður og óendanleg fegurð til að dást að. Fegurðin liggur sannarlega í augum áhorfandans. Það er stutt að keyra í stórar borgir þar sem hægt er að njóta menningarinnar eða heimsækja smærri bæi og njóta þess sem sveitin hefur upp á að bjóða, ekki síst á blómaskeiði möndlutrjánna.
Umferðarvenjur eru eins og hugarfar hvers ökumanns; borgargötur eru auðveldar í akstri og almennt er mikill skilningur og tillitssemi meðal ökumanna.
Það er rík hefð fyrir “útimörkuðum” í bæjum og þorpum, sem má finna víða á hverjum degi. Það er alltaf gaman að taka þátt í leikhúsi götunnar, prútta og gera góð kaup. Ferskt grænmeti og ávextir eru óviðjafnanleg, alls kyns ólífur og laukur í boði, ásamt spænskum pylsum og skinku, óviðjafnanleg stemning sem gleymist ekki í bráð.
Ísland er hluti af EES samningnum við Evrópusambandið og því þurfa Íslendingar ekki að hafa dvalarstað eða dvalarleyfi og geta fjárfest í fasteignum án frekari skilyrða. Zalt Properties hjálpar viðskiptavinum sínum sem fjárfesta í fasteignum á Spáni við að sækja um spænskt auðkennisnúmer (NIE - número de identificación extranjero) og opna spænskan bankareikning.
Við erum með þér alla leið! Dagurinn þegar afhending á sér stað er oftast gleðidagur. Þá færðu afhenta „Copia simple“, sem er afrit af skjali sem staðfestir fasteignakaupin. Eftir að skráning í fasteignaskrá er lokið, færðu afhent frumritið sem þú þarft að gæta vel að og varðveita eins og „augasteininn þinn“. Ef fasteignalán er tekið við kaupin, sér viðskiptabankinn um að skrá bæði frumrit kaupsins og frumrit fasteignalánsins í fasteignaskrána. Skráningarferlið getur tekið 1-2 mánuði og þá færðu frumritið afhent eftir skráningu, sem þú þarft að gæta vel að.
Ef þér finnst gaman að spila golf, ertu á réttum stað því hér eru fjölmargir frægir golfvellir sem leikmenn geta heimsótt og spilað á. Það er vert að nefna heimsklassa völlinn Las Colinas, hinn vinsæla La Finca völl, Las Ramblas, Campoamor, Vistabella, Villamartín, Ronda og svo marga aðra sem íslenskir kylfingar þekkja vel.
Íslendingar eru þekktir fyrir að koma saman og lyfta sér upp, hvort sem það er heima eða erlendis. Það eru fjölmörg öflug íslensk félög, og markmið þeirra er að stuðla að samstöðu, skemmta sér og njóta lífsins. Það eru fullt af viðburðum sem fólk getur skráð sig í, farið í ferðir, dansað eða einfaldlega hist yfir kaffibolla og átt gott spjall.
Við mælum heils hugar með Spáni ¡Viva España!