Uppgötvaðu töfra Costa Blanca - Hvítu strandarinnar: Fullkomin blanda af fegurð, menningu og tómstundum
Að fjárfesta í sjálfum sér hefur aldrei verið eins skynsamlegt og nú, til að njóta með ástvinum, ganga meðfram strandlengjunni, hlusta á sjávarhljóðin og haldast í hendur. Eiga notalega stund yfir góðri máltíð, á daginn og kvöldin, og leyfa sé að fara í innkaupaleiðangur. Verðið er einstaklega gott og úrvalið fjölbreytt. Góðar verslanir og gæðavörur.
Við strandlengju Costa Blanca eru margir fallegir staðir til að heimsækja. Fjöll, fossar, sandur, gróður og óendanleg fegurð til að dást að. Fegurðin liggur sannarlega í augum áhorfandans.
Stutur akstur er í stórar borgir þar sem hægt er að njóta menningarinnar - eða heimsækja smærri bæi og njóta þess sem sveitin hefur upp á að bjóða, ekki síst á blómaskeiði möndlutrjánna.
Umferðarvenjur eru eins og hugarfar hvers ökumanns; borgargötur eru auðveldar í akstri og almennt er mikill skilningur og tillitssemi meðal ökumanna.
Rík hefð er fyrir útimörkuðum í bæjum og þorpum, sem daglega má finna víða. Alltaf er gaman að taka þátt í leikhúsi götunnar, prútta og gera góð kaup.
Ferskt grænmeti og ávextir eru óviðjafnanleg, alls kyns ólífur og laukar í boði, ásamt spænskum pylsum og skinku, óviðjafnanleg stemning sem gleymist ekki í bráð.
Ef þér finnst gaman að spila golf ertu á réttum stað, því hér eru fjölmargir frægir golfvellir sem kylfingar geta heimsótt og spilað á.
Vert er að nefna heimsklassa völlinn Las Colinas, hinn vinsæla La Finca völl, Las Ramblas, Campoamor, Vistabella, Villamartín, Roda og svo marga aðra sem íslenskir kylfingar þekkja vel.
Íslendingar eru þekktir fyrir að koma saman og lyfta sér upp, hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Mörg öflug félög Íslendinga eru til staðar, með markmið um að stuðla að samstöðu, skemmtun og að njóta lífsins. Fullt er af viðburðum sem fólk getur skráð sig í; farið í ferðir, dansað, gengið, spilað, föndrað eða einfaldlega hist yfir kaffibolla og átt gott spjall.
Við mælum heils hugar með Spáni ¡Viva España!