Kaup fasteignar á Spáni
Ísland er hluti af EES-samningnum, sem þýðir að Íslendingar þurfa ekki dvalarleyfi og geta fjárfest í fasteignum á Spáni án sérstakra skilyrða.
Zalt Properties aðstoðar viðskiptavini sína sem kaupa fasteignir á Spáni, með því að sækja um spænska kennitölu fyrir útlendinga (NIE – Número de Identificación Extranjero) og opna spænskan bankareikning.
Starfsfólk Zalt Properties S.L. hefur áratuga reynslu af fasteignasölu á Spáni. Við erum áreiðanleg og heiðarleg og tryggjum að ferlið gangi vel og greiðlega. Við ábyrgjumst að veita þér upplýsingar, ráðgjöf og nauðsynlegt öryggi.
Zalt Properties hefur bæði fasteignasala með íslenska löggildingu og fasteignasala með spænska löggildingu.
Við vinnum með lögfræðingum sem tala ensku, spænsku og sænsku og eru tilbúnir að aðstoða ef þarf.
Við erum einnig í góðum tengslum við hæfa iðnaðarmenn og getum útvegað þjónustu fyrir þau verk sem þarf að vinna – ef óskað er eftir.
Hver einstaklingur er sérstakur
Markmið okkar og óskir eru að þú upplifir spænska drauminn og njótir Spánar eins mikið og mögulegt er, á sem þægilegastan hátt. Þess vegna erum við tilbúin að leggja okkur fram við að veita bestu mögulegu þjónustu til að gera ferlið öruggt og ánægjulegt, svo þú njótir þess til fulls. Hver einstaklingu er sérstakur og við stefnum að því að fylgja þér, skref fyrir skref, í ferlinu og gera drauminn þinn einstakan. Við bjóðum þig velkominn að hafa samband við okkur hjá Zalt Properties og byrja kaupferlið. Við munum leitast við að mæta þínum óskum. Umfram allt er það okkur í hag að sjá viðskiptavini okkar ánægða, það er okkar besta auglýsing.
Auðvelt er að elska lífið á Spáni; frábært veður, gott verðlag og yndislega litrík tilvera.
Við erum öll ólík, við leitum að ólíkum lífsgæðum og höfum mismunandi þarfir. Hjá Zalt Properties skiljum við þetta allt til fulls.
Sem hugsanlegum kaupanda er mikilvægt fyrir þig að skoða og gera þér grein fyrir;
- hvaða svæði á Spáni heillar þig,
- hvers konar fasteign hentar þér,
- hvaða þjónusta er í boði nálægt nýju heimili þínu á Spáni.
Sníða svo leitina og skoðun fasteigna út frá öllum þessum þáttum.