Kaupferlið Kaupferlið

Zalt Properties Kaupferlið

Kaupferlið

Skref til að tryggja þér draumafasteignina þína

Þegar þú hefur fundið draumaeignina þína og samkomulag náðst um kaupverð er næsta skref að undirrita samning um frátekt eignarinnar.
Því næst undirbúum við kaupsamning milli kaupanda og seljanda, með ákvæðum um greiðsluferlið, dagsetningar afhendingar og formlegrar undirritunar afsalsins hjá lögbókanda (Notary Public) á skrifstofu hans.


Að skilja kaupferlið

Að fjárfesta í fasteignum á Spáni er nokkuð frábrugðið því sem þú átt að venjast í öðrum löndum, en með rétta fólkið þér við hlið þarf það ekki að vera flókið. 
Öll skjöl eru þýdd munnlega á þitt tungumál til að tryggja að kaupendur skilji að fullu innihald þeirra. Að lokinni undirritun afsals og fullri greiðslu eru lyklarnir afhentir. Ef þú hefur ekki tök á að vera viðstaddur á þessu mikilvæga augnabliki, aðstoðum við þig með umboð (POA - power of attorney). Hægt er að útbúa slíkt umboð hvenær sem er í kaupferlinu, annað hvort hjá lögbókanda (Notary Public) á Spáni eða sýslumanni á Íslandi, en á Íslandi þarftu þá einnig að fá „Apostille“ stimpil frá Utanríkisráðuneytinu til að staðfesta viðeigandi skjöl.

Við erum þér til halds og trausts alla leið! 

Umsaminn dagur lokagreiðslu, afsals og afhendingar er yfirleitt mikill gleðidagur. Þá færð þú afhenta „Copia simple“, sem er afrit af afsali sem sannar kaup þín á eigninni.

Eftir skráningu í Fasteignaskrá færð þú afhent frumrit afsalsins. 
Ef sótt er um veðlán við kaupin sér viðskiptabankinn um skráningu á afsali og upprunalegu veðlánsskjali í Fasteignaskrá.

Skráning getur tekið 1 til 2 mánuði og eftir skráninguna færðu frumrit afsalsins og ættir að varðveita það eins og „sjáaldur auga þíns“.


Að kaupa fasteign á Spáni er raunverulegur draumur sem gæti verið hluti af þínum raunveruleika!

Sjá allar eignir

WhatsApp