Um okkur Um okkur

Zalt Properties Um okkur

Um okkur

Um Zalt Properties S.L.

Zalt Properties S.L. hóf upphaflega starfsemi árið 2016, en var formlega opnað árið 2017. Skemmtileg staðreynd er að þegar söluskrifstofan var opnuð, mætti eigandinn of seint vegna þess að kaupsamningur var að skrifast undir í La Marina á sama tíma; viðskiptavinurinn er alltaf okkar forgangsatriði!

Það hefur verið mjög gaman að fá þann heiður að vinna fyrir og með svo góðu fólki, eins og sést í gegnum tíðina. Margir viðskiptavina okkar teljum nú vini okkar, eftir að hafa keypt sína fyrstu eign, og aðrir eru nú að kaupa sína aðra eign. Zordis (Þórdís) hefur starfað með frábæru fólki í fasteignum síðan 2001, sem ber virðingu fyrir öllum. Kærar þakkir fyrir framúrskarandi samstarf og kynni.

Síðustu ár hafa verið ævintýraleg. Frábært starfsfólk hefur bæst við hópinn og skrifstofa Zalt er nú í nýrri og glæsilegri höfuðstöð. Við fögnum fjölbreytileika fasteigna á Spáni í dag og þökkum öllum innilega frá okkur. Án ykkar, kæru viðskiptavinir, væri lífið ekki það sama.

Ég vil þakka ykkur fyrir traustið og góðu orðin sem við höfum fengið, stuðninginn og vináttuna, sem er dýrmætast af öllu.

Fyrir hönd Zalt Properties S.L.

Þórdís Ósk Brynjólfsdóttir (Zordis)

Um okkur
Zalt Properties

Okkar liðHittu Zalt Properties teymið

Starfsfólk Zalt kemur víða að úr íslensku og skandinavísku viðskiptalífi, hefur góða kunnáttu, yfirsýn og þekkingu á svæðinu, hefur kynnst spænskri menningu og hefur margra ára reynslu undir spænskri Miðjarðarhafssól.

Þórdís Brynjólfsdóttir

Eigandi

Zordis (Þórdís) er eigandi Zalt Properties S.L. Hún er stúdent frá félagsmáladeild, talar og skrifar íslensku móðurmáli sínu, spænsku, ensku og skandinavískum tungumálum. Hún ber API titilinn sem er löggilding í fasteignasölu á Spáni.

Berglind Halla

Skjöl og samskipti

Berglind Halla sér meðal annars um skjalavörslu og samskipti við bankaútibúin. Hún er frábær túlkur og hugsar vel um okkur. Berglind hefur búið á Spáni í tæp 40 ár, talar og syngur spænsku eins og innfæddur og auk íslenskunnar er hún góð í ensku.

Guðrún Margrét

Fasteignasali

Guðrún Margrét Valdimarsdóttir er með íslenska löggildingu sem fasteignasali og hefur starfsaðstöðu á skrifstofu okkar á Spáni. Hún þekkir alla þætti fasteignamarkaðarins og hefur hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi.

Arinbjörn

Sölufulltrúi

Arinbjörn er sjálfstætt starfandi sölufulltrúi sem hefur reynslu af fasteignasölu á Íslandi og hefur mikla þekkingu á nýbyggingum á spænskum fasteignamarkaði. Hann er prófarkalesari okkar, lærður svæðisleiðsögumaður og snillingur. Arinbjörn talar og skrifar íslensku og ensku.

Lára Davíðs

Innanhússtílisti

Lára Davíðs er innanhússtílistinn okkar með mikla sérfræðiþekkingu í að búa til glæsileg heimili og fegra rými. Hún er frábær í að undirbúa eignir til sölu og hefur, sem fyrrum hárgreiðslu- og gjafavörueigandi, skarpt auga fyrir fegurð. Lára er alltaf tilbúin að aðstoða þig við að velja hið fullkomna húsgögn fyrir...

Anna Karen

Sölufulltrúi

Anna Karen er sjálfstætt starfandi sölufulltrúi með víðtæka þekkingu á spænskum fasteignamarkaði m.a. Hún hefur góða þekkingu á golfvöllum og þjónustu þeirra. Hún talar og skrifar íslensku, ensku og norsku eins og innfæddur maður.

WhatsApp