Zalt properties kynnir, fallegt raðhús í hinum vinsæla strandarbæ Los Alcázares. Rúmgott 4 svefnherbergja, 2 baðherbergja raðhús með bílskúr, staðsett í göngufæri við alla helstu þjónustu og verlslanir og aðeins 600m frá ströndinni.
Þetta fallega heimili er staðsett í rólegri götu með útsýni yfir grænt svæði með leiksvæði fyrir börn og með nóg af bílastæðum við götuna. Eignin skiptist í anddyri, stofu, 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, eldhús, bílskúr, verönd að framan og aftan og rúmgóðar svalir frá hjónaherbergi. Um er að ræða fallega eign sem vert er að skoða.
Fasteignasali