Einbýlishús í íbúðabyggðinni ,,Paradise Golf" - á La Finca golfsvæðinu.
Húsið er með framgarði með bílastæði og verönd með grilli bakatil, sem liggur að stofunni.
Á jarðhæðinni eru stofa með arni, svefnherbergi með innbyggðum fataskáp, sturtuklefi og eldhús með þvottahúsi.
Á annarri hæð eru baðherbergi og tvö svefnherbergi með innbyggðum fataskápum, annað með svölum og hitt með fallegri verönd.
Á efstu hæðinni er þakverönd/sólbaðsaðstaða með óhindruðu útsýni.
Sameiginleg sundlaug. Eignin hefur verið máluð og er tilbúin til innflutnings.
Grunnþjónusta eins og matvöruverslun og apótek eru í göngufæri.
Bærinn Algorfa er í nokkurra kílómetra fjarlægð, Vega Baja sjúkrahúsið er í um 10 kílómetra fjarlægð og Alicante flugvöllur er í um 40 mínútna akstursfjarlægð.
Verð: 220.000€ +13% kostnaður. Þar af 10% virðisaukaskattur og samtals allt að 3% í stimpil- og skráningargjöld.
Eigandi